KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2021 11:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur lokið störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Getty/Marc Atkins Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag. KSÍ Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag.
KSÍ Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn