Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2021 07:01 Ársþing KSÍ 2021 Aukaþing Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. Eftir fréttirnar af því að Eiður Smári muni láta af störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins hafa margir velt fyrir sér hvað veldur því að sú ákvörðun hafi verið tekin. Vangaveltur um áfengisneyslu Eiðs og annarra innan landsliðsins hafa ratað í fjölmiðla landsins, en ekki verður farið dýpra í þá sálma hér. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki enn tjáð sig um málið, ekki frekar en aðrir innan sambandsins fyrir utan Ómar Smárason, yfirmann samskiptadeildar. Ekki er hægt að kenna því um að Vanda hafi ekki verið mætt til vinnu í gær, en hún meðal annars hitti sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, fyrir vináttuleik íslenska kvennalandsliðsins gegn því japanska sem fram fer í dag í Hollandi. Hmmmm… Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði sama fyrir ársþingið, neitaði að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið. https://t.co/rIMp0uylvM— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) November 24, 2021 Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að formaður Knattspyrnusambandsins svari fyrir það, og gefi skýringar á því, þegar ákvörðun er tekin um að segja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta upp. Hins vegar hefur enn hvorki heyrst hósti né stuna frá formanninum. Sýnist fótboltahreyfingin þurfa að fara fram á að sett verði inn í starfslýsingu hálaunaðs formanns að hann þurfi að svara en fari ekki í felur þegar upp koma vandamál. #fotboltinet— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 24, 2021 KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Eftir fréttirnar af því að Eiður Smári muni láta af störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins hafa margir velt fyrir sér hvað veldur því að sú ákvörðun hafi verið tekin. Vangaveltur um áfengisneyslu Eiðs og annarra innan landsliðsins hafa ratað í fjölmiðla landsins, en ekki verður farið dýpra í þá sálma hér. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki enn tjáð sig um málið, ekki frekar en aðrir innan sambandsins fyrir utan Ómar Smárason, yfirmann samskiptadeildar. Ekki er hægt að kenna því um að Vanda hafi ekki verið mætt til vinnu í gær, en hún meðal annars hitti sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, fyrir vináttuleik íslenska kvennalandsliðsins gegn því japanska sem fram fer í dag í Hollandi. Hmmmm… Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði sama fyrir ársþingið, neitaði að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið. https://t.co/rIMp0uylvM— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) November 24, 2021 Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að formaður Knattspyrnusambandsins svari fyrir það, og gefi skýringar á því, þegar ákvörðun er tekin um að segja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta upp. Hins vegar hefur enn hvorki heyrst hósti né stuna frá formanninum. Sýnist fótboltahreyfingin þurfa að fara fram á að sett verði inn í starfslýsingu hálaunaðs formanns að hann þurfi að svara en fari ekki í felur þegar upp koma vandamál. #fotboltinet— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 24, 2021
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30
Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42