Erlent

Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Rutte , fráfarandi forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte , fráfarandi forsætisráðherra Hollands. EPA/Lex Van Lieshout

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu.

Rutte sagði í viðali í morgun að hann áttaði sig á því að mikil spenna væri í samfélaginu og þjóðin hefðu þurft að eiga lengi við eymdina sem fylgdi kórónuveirunni. Rutte sagðist muna standa vörð um rétt fólks til að mótmæla en hann myndi ekki sætta sig við að ofbeldisfullir fávitar réðust að lögreglu og sjúkraflutningamönnum í skjóli mótmæla, samkvæmt frétt Telegraaf.

NL Times segir verkalýðsfélög lögregluþjóna hafa fordæmt óeirðir helgarinnar og lögregluþjónar í mörgum borgum landsins hafi staðið frammi fyrir fordæma- og grímulausu ofbeldi. Miðillinn hefur eftir forsvarsmönnum tveggja verkalýðsfélaga að lögregluþjónar standi frammi fyrir erfiðum dögum og að ofbeldið sé of mikið.

Lögregluþjónar skutu á mótmælendur í Rotterdam um helgina, eftir að mótmæli vegna ætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir.

Sjá einnig: Lögregla skaut á Covid-mótmælendur

Fjórir eru sagðir hafa særst af skotum frá lögreglu. Mótmælin héldu áfram í gærkvöldi og voru um þrjátíu handteknir víðsvegar um Holland.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu

Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld.

Kominn tími til að ræða skyldu­bólu­setningar af al­vöru

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur gríðar­legar á­hyggjur af mikilli upp­sveiflu far­aldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðis­stjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta árs­fjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.