Enski boltinn

Bruce meira en klár í að taka við United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Er Steve Bruce rétti maðurinn fyrir Manchester United?
Er Steve Bruce rétti maðurinn fyrir Manchester United? getty/John Peters

Steve Bruce er meira en tilbúinn til að taka við Manchester United sem er í stjóraleit eftir að Ole Gunnar Solskjær var leystur undan störfum í gær.

Solskjær stýrði United í síðasta sinn þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Í gær var svo greint frá því að Norðmanninum hefði verið sagt upp störfum. Michael Carrick stýrir United gegn Villarreal í Meistaradeild Evrópu á morgun og þar til nýr stjóri finnst.

Fjölmargir hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá United, þar á meðal Mauricio Pochettino, Erik ten Haag og Brendan Rodgers. Bruce er líka meira en klár í að taka við United samkvæmt The Athletic. Óvíst er hvort áhuginn er gagnkvæmur.

Bruce var látinn fara frá Newcastle United 20. október eftir rúmlega tveggja ára starf. Hann er þrautreyndur stjóri og síðasti leikur hans með Newcastle var hans þúsandasti á stjóraferlinum.

Bruce lék með United á árunum 1987-96 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann varð þrisvar sinnum enskur meistari með United, þrisvar sinnum bikarmeistari og vann Evrópukeppni bikarhafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×