Erlent

Fimm látnir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi fólks hafði komið sér fyrir í sætum við götuna til að fylgjast með skrúðgöngunni.
Fjöldi fólks hafði komið sér fyrir í sætum við götuna til að fylgjast með skrúðgöngunni. Getty/Jim Vondruska

Fimm eru látnir og rúmlega fjörutíu slasaðir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum. Atburðurinn átti sér stað í borginni Waukesha sem er í grennd við Milwaukee.

Lögreglustjóri Waukesha segir að fjöldi barna sé á meðal hinna slösuðu. 

Einn er í haldi lögreglu og segja miðlar vestra að enn bendi ekkert til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 

Svo virðist sem ökumaðurinn hafi verið á flótta þegar hann ók inn í mannmergðina sem var saman komin til að fagna því að jólin fara að ganga í garð. 

Skólar borgarinnar verða lokaðir í dag vegna atviksins en ellefu fullorðnir og tólf börn eru á spítala þar sem hlúð er að sárum þeirra.

Að neðan má sjá þegar jeppinn ók alltof hratt augnablikum áður en slysið varð. Hársbreidd munaði að hann æki á barn sem var að leik.

Umfjöllun WGN News má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×