Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 18:18 Kyle Rittenhouse í dómsal í gær. AP/Sean Kj Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp mátti sjá Rittenhouse byrja að gráta en í frétt Washington Post segir að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hann skaut til bana hafi einnig brostið í grát. Hér má sjá myndband af því þegar niðurstaða kviðdómenda var lesin upp. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Ákærður í fimm liðum Rittenhouse var ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað vestanhafs. Það tók tólf kviðdómendur samanlagt rúman sólarhring, dreifðan á fjóra daga, að verða sammála um úrskurð í málinu. Rittenhouse var sýknaður í öllum liðum, eins og áður hefur komið fram. Gekk erfiðlega hjá saksóknurum Saksóknarar í Kenosha reyndu að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Hann hefði brotið gegn reglum um skotvopn og verið í Kenosha eftir útgöngubann. Þá bentu þeir á það að Rittenhouse hefði verið með riffil til að verja sjálfan sig, að eigin sögn, en að endingu hafi hann þurft að verja sig út af rifflinum sjálfum. Báðir sem hann skaut til bana eru sagðir hafa reynt að ná byssunni af honum og verjendur Rittenhouse sögðu hann hafa óttast um líf sitt þess vegna. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Þegar úrskurðurinn var lesinn upp mátti sjá Rittenhouse byrja að gráta en í frétt Washington Post segir að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hann skaut til bana hafi einnig brostið í grát. Hér má sjá myndband af því þegar niðurstaða kviðdómenda var lesin upp. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Ákærður í fimm liðum Rittenhouse var ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð af fyrstu gráðu, eins og það er kallað vestanhafs. Það tók tólf kviðdómendur samanlagt rúman sólarhring, dreifðan á fjóra daga, að verða sammála um úrskurð í málinu. Rittenhouse var sýknaður í öllum liðum, eins og áður hefur komið fram. Gekk erfiðlega hjá saksóknurum Saksóknarar í Kenosha reyndu að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Hann hefði brotið gegn reglum um skotvopn og verið í Kenosha eftir útgöngubann. Þá bentu þeir á það að Rittenhouse hefði verið með riffil til að verja sjálfan sig, að eigin sögn, en að endingu hafi hann þurft að verja sig út af rifflinum sjálfum. Báðir sem hann skaut til bana eru sagðir hafa reynt að ná byssunni af honum og verjendur Rittenhouse sögðu hann hafa óttast um líf sitt þess vegna. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42