Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2021 10:55 Kyle Rittenhouse ræðir við lögmenn sína, þá Corey Chirafisi og Natalie Wisco í dómsal í gær. AP/Mark Hertzberg Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Samvkæmt frétt Reuters hafa saksóknarar reynt að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Það hafi þó gengið illa og vitnisburður nokkurra vitna saksóknaranna hafi frekar stutt mál verjenda Rittenhouse sem segja hann hafa óttast um líf sitt umrætt kvöld. Skaut tvo til bana og særði einn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Meinafræðingur sem krufði Rosenbaum og Huber sagði Rosenbaum hafa orðið fyrir fjórum skotum. Það síðasta hafi gengið af honum dauðum og það skot hafi farið í bakið á honum eftir að hann féll til jarðar. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Myndbandið hefst á samantekt á myndefni frá því þegar Rittenhouse skaut mennina þrjá. Rittenhouse var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að bera vopn ólöglega. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Eins og var bersýnilegt í vali kviðdómenda er Rittenhouse mjög svo umdeildur. Margir hafa hyllt hann sem hetju og aðrir segja hann morðingja. Í réttarhöldunum var Grosskreutz, sá sem Rittenhouse særði, einnig kallaður til sem vitni af saksóknurunum. Hann bar vitni í nokkrar klukkustundir, samkvæmt frétt New York Times, og þegar Rittenhouse skaut hann sagðist hann hafa verið sannfærður um að hann myndi deyja. Verjendur Rittenhouse spurðu Grosskreutz af hverju hann hefði logið að lögreglu að skammbyssa hans, sem hann hafði ekki leyfi til að bera, hefði fallið úr hulstri hans. Myndefni af vettvangi sýnir að Grosskreutz hélt á byssu sinni og viðurkenndi hann að Rittenhouse hefði ekki skotið hann fyrr en Grosskreutz miðaði byssunni á Rittenhouse. Kyle Rittenhouse stendur frammi fyrir lífstíðarfangelsi en fjölmiðlar vestanhafs segja saksóknara hafa átt í basli með að sýna fram á að hann hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut tvo til bana og særði þann þriðja í fyrra.AP/Mark Hertzberg Richie McGinniss, sem er myndatökumaður fyrir öfga-hægri vefsíðuna Daily Caller, bar einnig vitni en hann sagðist hafa verið í lífshættu þegar Rittenhouse skaut Rosenbaum. Hann hafi næstum orðið fyrir þeim skotum. Samkvæmt New York Times sagði McGinnis frá því þegar hann reyndi að bjarga Rosenbaum og reynt að stappa stálinu í hann rétt áður en hann dó. „Ég sagði honum að við myndum fá okkur bjór eftir þetta og allt yrði í lagi," sagði McGinnis. Hann sagði þó einnig að hann hefði séð Rosenbaum hlaupa á eftir Rittenhouse, reyna að ná til hans og reyna að ná í byssu hans. Verjendur Rittenhouse höfðu haldið því fram áður og er það hluti af vörn þeirra að þess vegna hafi Rittenhouse skotið Rosenbaum. Rittenhouse sagður ætla að bera vitni Réttarhöldin halda áfram í dag og samkvæmt frétt CNN er búist við því að Rittenhouse sjálfur muni bera vitni á næstu dögum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Á mótmælum í Kenosha í Wisconsin í fyrra skaut Rittenhouse, sem var þá sautján ára, tvo menn til bana og særði þann þriðja. Samvkæmt frétt Reuters hafa saksóknarar reynt að mála Rittenhouse sem sjálfskipaðan löggæslumann sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. Það hafi þó gengið illa og vitnisburður nokkurra vitna saksóknaranna hafi frekar stutt mál verjenda Rittenhouse sem segja hann hafa óttast um líf sitt umrætt kvöld. Skaut tvo til bana og særði einn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Meinafræðingur sem krufði Rosenbaum og Huber sagði Rosenbaum hafa orðið fyrir fjórum skotum. Það síðasta hafi gengið af honum dauðum og það skot hafi farið í bakið á honum eftir að hann féll til jarðar. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Myndbandið hefst á samantekt á myndefni frá því þegar Rittenhouse skaut mennina þrjá. Rittenhouse var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að bera vopn ólöglega. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Eins og var bersýnilegt í vali kviðdómenda er Rittenhouse mjög svo umdeildur. Margir hafa hyllt hann sem hetju og aðrir segja hann morðingja. Í réttarhöldunum var Grosskreutz, sá sem Rittenhouse særði, einnig kallaður til sem vitni af saksóknurunum. Hann bar vitni í nokkrar klukkustundir, samkvæmt frétt New York Times, og þegar Rittenhouse skaut hann sagðist hann hafa verið sannfærður um að hann myndi deyja. Verjendur Rittenhouse spurðu Grosskreutz af hverju hann hefði logið að lögreglu að skammbyssa hans, sem hann hafði ekki leyfi til að bera, hefði fallið úr hulstri hans. Myndefni af vettvangi sýnir að Grosskreutz hélt á byssu sinni og viðurkenndi hann að Rittenhouse hefði ekki skotið hann fyrr en Grosskreutz miðaði byssunni á Rittenhouse. Kyle Rittenhouse stendur frammi fyrir lífstíðarfangelsi en fjölmiðlar vestanhafs segja saksóknara hafa átt í basli með að sýna fram á að hann hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut tvo til bana og særði þann þriðja í fyrra.AP/Mark Hertzberg Richie McGinniss, sem er myndatökumaður fyrir öfga-hægri vefsíðuna Daily Caller, bar einnig vitni en hann sagðist hafa verið í lífshættu þegar Rittenhouse skaut Rosenbaum. Hann hafi næstum orðið fyrir þeim skotum. Samkvæmt New York Times sagði McGinnis frá því þegar hann reyndi að bjarga Rosenbaum og reynt að stappa stálinu í hann rétt áður en hann dó. „Ég sagði honum að við myndum fá okkur bjór eftir þetta og allt yrði í lagi," sagði McGinnis. Hann sagði þó einnig að hann hefði séð Rosenbaum hlaupa á eftir Rittenhouse, reyna að ná til hans og reyna að ná í byssu hans. Verjendur Rittenhouse höfðu haldið því fram áður og er það hluti af vörn þeirra að þess vegna hafi Rittenhouse skotið Rosenbaum. Rittenhouse sagður ætla að bera vitni Réttarhöldin halda áfram í dag og samkvæmt frétt CNN er búist við því að Rittenhouse sjálfur muni bera vitni á næstu dögum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42