Innlent

Bilun í NATO-strengnum og unnið að viðgerð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Póst- og símamálastofnun hóf að leggja ljósleiðara hringinn í kringum landið árið 1989 og var kerfið tekið í notkun 1991. Ljósleiðarinn gengur undir nafninu NATO ljósleiðarinn, strengur með átta þráðum, fimm eru í eigu Mílu.
Póst- og símamálastofnun hóf að leggja ljósleiðara hringinn í kringum landið árið 1989 og var kerfið tekið í notkun 1991. Ljósleiðarinn gengur undir nafninu NATO ljósleiðarinn, strengur með átta þráðum, fimm eru í eigu Mílu. Vísir/vilhelm

Ljósleiðarastrengur Mílu á milli Hegraness og Hóla í Hjaltadal fór í sundur eftir hádegi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Mílu að bilanagreining standi yfir. Samstarfsaðili Mílu er á leiðinni á staðinn.

Um er að ræða ljósleiðarastreng sem tekinn var í notkun árið 1991 og gengur undir nafninu NATO-ljósleiðarinn.

Vegna bilunarinnar hefur netsamband við ýmsar þjónustur, þar sem gögn eru sótt út fyrir landsteinana, verið stopult eftir hádegið.

Uppfært klukkan 15:35

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er viðgerð hafin og er áætlað að henni ljúki um 17:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.