Innlent

„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ísleifur Þórhallsson
Ísleifur Þórhallsson stöð2

Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda. 

Líkt og flestum er kunnugt tóku hertar samkomutakmarkanir gildi í gær. Þó að einungis 50 megi koma saman er svigrúm fyrir 500 manns á skipulögðum viðburðum sýni gestir fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi og beri grímur.

Aðrir fyrri til með sérreglur um viðburði

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu bendir á að flest landa í kringum okkur hafi verið fyrri til með sérreglur um viðburði. Hann segir ótækt að bera skipulagt viðburðahald saman við eftirlitslausar samkomur og fagnar því að stjórnvöld hafi hlustað á viðburðarhaldara.

Segir öruggt að mæta á skipulagða viðburði

Ísleifur skynjar þó skrítna stemningu í samfélaginu og telur að sóttvarnalæknir, almannavarnir og heilbrigðisráðherra stýri henni.

„Við finnum það á fólki að það er hrætt og það er hrætt við að koma á viðburði sem er leyfilegt að halda. Og þar sem öllum reglum og sóttvörnum er fylgt út í ystu æsar og ég held að þetta fólk sem er í framlínunni. Víðir og Þórólfur og heilbrigðisráðherra og allt þetta fólk þau ráða stemningunni rosalega mikið. Hvernig þau tala og tónninn sem þau senda út í samfélagið skiptir öllu máli. Það er mjög áríðandi núna að þau gefi það skýrt út að skipulagðir viðburðir þar sem öllum reglum er framfylgt það er óhætt að mæta á þá. Það er ekki hættulegt. Við erum að fylgja öllum reglum og það er í lagi að mæta.“

Að minnsta kosti 139 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru 59 í sóttkví við greiningu samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum.


Tengdar fréttir

Tak­markanir dragi úr miklu á­lagi á lög­reglu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan telur samt sem áður að draga muni úr álagi á lögreglumenn með breyttum opnunartíma skemmtistaða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.