Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 10:25 Bandaríkjamenn notuðu F-16 orrustuþotur við árásina. Getty Images Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn. Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn.
Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira