Erlent

Sara Duterte fer í fram­boð

Árni Sæberg skrifar
Sara Duterte og faðir hennar Rodrigo í bakgrunni.
Sara Duterte og faðir hennar Rodrigo í bakgrunni. EPA/CERILO EBRANO

Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins.

Sara Duterte tók við af föður sínum sem borgarstjóri Davao árið 2010 og hefur gengt embættinu síðan. Margir töldu að hún myndi endurtaka leikinn og taka við forsetaembættinu af pabba gamla, en hann lætur af völdum á næsta ári.

Hún dró sig úr slagnum um endurkjör til borgarstjóra á dögunum, skömmu fyrir framboðsfrest í forseta- og varaforsetakosningunum. 



Hún hafði um langt skeið mælst vinsælasta forsetaefnið í skoðanakönnunum í Filippseyjum þrátt fyrir að hafa tekið fyrir mögulegt framboð.

Næstur á eftir henni í skoðanakönnunum er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrum einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Marcos. Hann hefur þegar tilkynnt stuðning sinn við framboð Söru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×