Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:28 Portúgalinn Antonio Guterres brúnaþungur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow sem nú stendur yfir. AP/Alberto Pezzali Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“