Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2021 08:35 Hver „fann upp“ bóluefnið? Svarið gæti skipt sköpum. AP/Charlie Riedel Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira