Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 07:52 Móðirin segir ólýsanlegt að gefa barni brjóst og tengja við það en þurfa síðan að láta það frá sér. Getty Hjón í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur tveimur fyrirtækjum sem aðstoðuðu þau við að eignast barn en þegar konan ól barnið kom í ljós að rangur fósturvísir hafði verið settur upp. Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum. Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir. Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna. „Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi. Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti. Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum. „Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum. BBC greindi frá. Frjósemi Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum. Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir. Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna. „Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi. Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti. Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum. „Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum. BBC greindi frá.
Frjósemi Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira