Klopp reiður: Dómarinn faldi sig á bak við VAR til að auðvelda sér lífið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Alisson reynir að útskýra það fyrir Craig Pawson hvað gerðist í horninu. AP/Ian Walton Jürgen Klopp sá sína menn í Liverpool tapa í fyrsta sinn í gær og knattspyrnustjórinn brosmildi gerði eitthvað allt annað en að brosa í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira