Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 11:22 Kosið verður í Níkaragva í dag, þar sem fastlega er búist við því að forsetinn Daniel Ortega hrósi sigri, enda hefur hann fangelsað alla helstu andstæðinga sína. Hér heldur kona ein á bolum sem sýna myndur af þjóðhetjunni Augusto Sandino og Ortega. Mynd/EPA Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda. Níkaragva Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Kosningabaráttan hefur hins vegar litast af verulegum misbrestum á lýðræðislegum hefðum, þar sem um 40 stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir síðustu vikur, þar af allir helstu mótframbjóðendur forsetans. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Kosið verður til forseta og þings, en Sandinistaflokkur fer með völdin í þinginu og stýrir öllum opinberum stofnunum. Framganga Ortega hefur verið fordæmd víðast hvar, meðal annars af Josep Borell, utanríkismálastjóra ESB, sem kallaði Ortega einræðisherra og sagði kosningarnar ekkert meira en fals. „Hr. Ortega hefur fangelsað alla mótframbjóðendur í þessum kosningum og við búumst ekki við því að af þeim hljótist lögmæt niðurstaða.“ Þá fordæmir Samband Ameríkuríkja Ortega einnig fyrir að standa ekki að frjálsum kosningum og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt refsiaðgerðir á helstu bandamenn Ortega. Þær ráðstafanir urðu aðeins til þess að herða forsetann í ofsóknum gegn andstæðingum sínum og hann sakar alþjóðasamfélagið um afskipti af innanríkismálum Níkaragva. Ortega hefur hert tök sín á landinu jafnt og þétt á stjórnartíð sinni. Hér er hann með eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo. Hann útnefndi hana nýlega sem aðstoðar-forseta.Mynd/Getty Velti harðstjóra en ber nú niður allt andóf Ortega hóf afskipti af stjórnmálum sem ungur byltingasinni á áttunda áratugnum þar sem hann barðist gegn harðstjóranum Anastasio Somoza sem var steypt af stóli árið 1979. Hann var forseti Níkaragúa á árunum 1986 til 1990 en sneri aftur til valda árið 2007. Síðan þá hefur hann gerst æ gerræðislegri og barið niður allt andóf með harðri hendi. Meðal annars létu 300 manns lífið þegar mótmæli voru barin niður árið 2018. Niðurstaða ætti að liggja fyrir seint í kvöld að íslenskum tíma, en 30.000 manna lið hermanna og lögreglu sér um að tryggja öryggi á kjörstöðum, að sögn stjórnvalda.
Níkaragva Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira