Enski boltinn

Eddie Howe að taka við Newcastle

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eddie Howe er við það að taka við Newcastle.
Eddie Howe er við það að taka við Newcastle. Clive Brunskill/Getty Images

Knattspyrnustjórinn Eddie Howe er við það að taka við stjórnartaumunum hjá enska knattspyrnufélaginu Newcastle, en félagið hefur verið í stjóraleit síðan Steve Bruce var sagt upp á dögunum.

Howe hefur samþykkt tveggja og hálfs árs samning við félagið, en engin opinber tilkynning hefur þó borist frá félaginu. Þessi 43 ára knattspyrnustjóri hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Bournemouth eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Howe náði frábærum árangri með Bournemouth, en hann kom félaginu úr D-deild Englands og upp í úrvalsdeildina.

Newcastle hefur ekki byrjað tímabilið eins og vonast var eftir. Liðið situr í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir tíu leiki, og á enn eftir að vinna leik. Nýir eigendur félagsins, sem eru ríkustu eigendur heims, vonast til að snúa genginu við sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×