Ole Gunnar talaði um Michael Jordan eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 09:30 Cristiano Ronaldo og Michael Jordan eru báðir einstakir leikmenn í sinni íþrótt. Samsett/AP&Getty Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær fór að tala um besta körfuboltamann allra tíma eftir jafnteflisleik Manchester United og Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira