Ole Gunnar talaði um Michael Jordan eftir leikinn í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 09:30 Cristiano Ronaldo og Michael Jordan eru báðir einstakir leikmenn í sinni íþrótt. Samsett/AP&Getty Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær fór að tala um besta körfuboltamann allra tíma eftir jafnteflisleik Manchester United og Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo kom Solskjær enn á ný til bjargar en Portúgalinn jafnaði metin í tvígang og skoraði í uppbótatíma beggja hálfleikja. Jöfnunarmarkið hans í lok leiksins kom með frábæru skoti fyrir utan teig og var gríðarlega mikilvægt í baráttunni um að komast áfram í sextán liða úrslitin. "That must be a Michael Jordan moment, when he wins championships in extra-time!" Ole Gunnar Solskjær compared that late CR7 goal to MJ! Adding that his side will be ready for the derby! @adriandelmonte #beINUCL #UCL Watch Now https://t.co/hkoevnV6B4 pic.twitter.com/3kCpDcEUl2— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 2, 2021 Ronaldo hefur nú skorað 9 mörk í 12 leikjum með Manchester United á tímabilinu þar af fimm mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ronaldo hefur skoraði tvö sigurmörk og þetta mark sem tryggði liðinu jafntefli í þessum fjórum leikjum og hefur komist á blað í þeim öllum. Ole Gunnar kallaði Ronaldo besta markaskorarann á lífi eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur og ef þú vilt að boltinn falli fyrir einhvern á síðustu mínútunni þá er það hann. Hann er besti markaskorari á lífi og það er erfitt fyrir mig að segja það því með þessum tveimur mörkum komst hann fram úr mér. Hann hefur nú skorað einu marki meira en ég fyrir Manchester United,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Cristiano is my Michael Jordan Solskjaer lauds Ronaldo as icon rescues Man Utd again with last-gasp Atalanta heroics https://t.co/kFjHNECo57— The Sun - Man Utd (@SunManUtd) November 2, 2021 Solskjær skoraði á sínum tíma 126 mörk fyrir Manchester United og mörg þeirra eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Seinna markið hans var eins og stundin þegar Michael Jordan vann NBA-titilinn í framlengingu. Cristiano er fyrir okkur eins og Jordan var fyrir Chicago Bulls á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar. „Svona er fótboltinn og það getur enginn efast um karakter þessara leikmanna af því að þeir gefast aldrei upp og gefa aldrei eftir. Þeir halda alltaf áfram. Við uðrum að gera breytingar og þær gengu upp,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn sendi þá Jadon Sancho og Donny van de Beek inn á völlinn undir lokin en þeir hafa verið í frystinum hjá honum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira