Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2021 23:09 Joe Biden ávarpar COP26-loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Hann hefur boðað að Bandaríkin verði aftur leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eftir að Donald Trump, forveri hans í embætti, ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar. Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hvorki Xi Jinping, forseti Kína, né Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að vera viðstaddir ráðstefnuna en ríki þeirra senda þó sendinefndir til Skotlands. Kínverjar eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Rússar eru í fimmta sæti. „Sú staðreynd að Kína er að reyna að taka sér nýtt hlutverk í heiminum sem leiðtogi, skiljanlega..að mæta ekki á staðinn, látið ekki svona,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hlut ríkja eins og Kína, Rússlands og Sádi-Arabíu í viðræðum til þessa. Sömu sögu væri að segja um Pútín. Hann þegði þunnu hljóði á meðan óbyggðir Rússlands brynnu. Talsmaður Pútín gafa engar sérstakar skýringar á því hvers vegna Pútín yrði ekki viðstaddur fundinn þegar hann tilkynnti það í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að Xi Kínaforseti hafi ekki yfirgefið Kína frá því snemma árs 2020, áður en kórónuveiran fór á flug um allan heim en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Bæði Kína og Rússland hafa sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Það er áratug seinna en mörg vestræn ríki hafa einsett sér að gera og þau vilja að verði sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar.
Loftslagsmál Joe Biden COP26 Kína Rússland Tengdar fréttir Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 18:08
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13