Erlent

Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gríðarlega hefur gengið á skóga Brasilíu undanfarin ár, þrátt fyrir aukna umræðu um mikilvægi þess að varðveita skóglendi.
Gríðarlega hefur gengið á skóga Brasilíu undanfarin ár, þrátt fyrir aukna umræðu um mikilvægi þess að varðveita skóglendi. AP/Andre Penner

Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow.

Brasilíumenn verða á meðal samningsaðila þegar skrifað verður undir síðar í dag en eyðing skóga hefur verið gríðarleg þar í landi undandfarna áratugi. 

Þá lofa ráðamenn að setja næstum 20 milljarða dollara í verkefni tengd skógrækt og skógarvernd. 

Sérfræðingar í þessum málum hafa fagnað áfanganum, en minna þó á að svipað samkomulag hafi verið gert árið 2014 og að það hafi ekkert gert til að hægja á skógareyðingunni að neinu marki. 

Því þurfti menn nú að standa við stóru orðin. 

Auk Brasilíu eru Kanada, Rússland, Kína, Indónesía, Bandaríkin, Bretland og Kongó aðilar að samningnum en í þessum löndum eru um 85 prósent af skóglendi jarðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×