Enski boltinn

Telja að Conte skrifi undir á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt stefnir í að Conte verði tilkynntur sem nýr þjálfari Tottenham á morgun.
Allt stefnir í að Conte verði tilkynntur sem nýr þjálfari Tottenham á morgun. Jonathan Moscrop/Getty Images

Samkvæmt Sky Sports mun Antonio Conte skrifa undir hjá Tottenham Hotspur á morgun, þriðjudag.

Frá því Tottenham ákvað að reka Nuno Espírito Santo eftir aðeins nokkra mánuði í starfi virtist nær öruggt að Antonio Conte yrði næsti þjálfari liðsins. Talið er að hann skrifi undir á morgun og verði þá fjórði aðalþjálfarinn til að stýra liðinu á undanförnum þremur árum.

Conte mætti til Lundúna í dag og var honum boðinn 18 mánaða samningur samkvæmt Sky Italia. Talið er að allt verði klappað og klárt á morgun.

Tottenham yrði annað Lundúnaliðið sem Conte stýrir en hann stýrði Chelsea frá 2016 til 2018. Þá hefur hann einnig stýrt Atalanta, Juventus, Inter Milan og ítalska landsliðinu.

Tottenham er sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 10 stigum á eftir toppliði Chelsea.


Tengdar fréttir

Conte á leiðinni til að taka við Tottenham

Allt bendir til þess að Ítalinn Antonio Conte verði næsti knattspyrnustjóri Tottenham nú þegar félagið hefur sagt Portúgalanum Nuno Espírito Santo upp eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Nuno rekinn frá Tottenham

Nuno Espírito Santo hefur verið sagt upp sem knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×