Fimm milljónir í valnum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 09:51 Heilbrigðisstarfsmenn á Indónesíu með líkkistu. Þar hafa 143 þúsund manns dáið vegna Covid. AP/Trisnadi Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
„Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52
Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52