Erlent

Aldrei fleiri greinst á einum degi í Fær­eyjum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Alls hafa um 1.700 kórónuveirusmit komið upp í Færeyjum frá upphafi faraldursins.
Alls hafa um 1.700 kórónuveirusmit komið upp í Færeyjum frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78.

Nú eru 379 manns í einangrun í Færeyjum vegna Covid-19 og 478 í sóttkví.

Tveir liggja á sjúkrahúsi vegna veirunnar en um sjötíu prósent Færeyinga hafa nú verið bólusettir.

Alls hafa um 1.700 kórónuveirusmit komið upp í Færeyjum frá upphafi faraldursins og þá hafa tvö dauðsföll verið rakin til Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.