Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:48 Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið hér á landi. Getty/Artur Widak Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira