Erlent

Hnífa­­maður í gervi Joker slasaði sau­tján í Tókýó

Þorgils Jónsson skrifar
Fólk flúði í dauðans ofboði út úr lestarvögnunum.
Fólk flúði í dauðans ofboði út úr lestarvögnunum.

Sautján eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir hnífaárás í lest í Tókýó í Japan í dag.

Árásarmaðurinn var handsamaður á vettvangi, að því er fram kemur í frétt Reuters. Hann er 24 ára gamall og var í gervi the Joker úr teiknimyndasögunum um Batman. Hann sprautaði einnig einhverju sem talið er vera eldfimur vökvi og kveikti í.

Árásin átti sér stað um kl. 20 að staðartíma og mikil mannmergð á leið í miðborgina til að gleðjast í tilefni af hrekkjavöku. Haft var eftir sjónarvotti að margir hafi talið að um hrekkjavökusprell hafi verið að ræða áður en alvara málsins varð ljós.

Fjölmargir settu myndir og myndbönd af vettvangi á samfélagsmiðla. Þar af var ein af meintum árásarmanni sem situr spakur í lestarvagni að árásinni yfirstaðinni.

Fjölmiðlar þar í landi segjast hafa heimildir fyrir því að maðurinn hafi sagt við lögreglu að hann hafi viljað drepa fólk svo hann yrði dæmdur til dauða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×