Erlent

G20 stefna að kol­efnis­hlut­leysi „um miðja þessa öld eða fyrr“

Þorgils Jónsson skrifar
Leiðtogar G20-ríkjannanáðu í dag saman um ályktun í loftslagsmálum. Talið er víst að niðurstaða dagsins muni gefa tóninn fyrir COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var sett í morgun.
Leiðtogar G20-ríkjannanáðu í dag saman um ályktun í loftslagsmálum. Talið er víst að niðurstaða dagsins muni gefa tóninn fyrir COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var sett í morgun.

Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun.

Í frétt AP segir að í lokaályktun fundarins sem fór fram í Róm um helgina, hafi leiðtogarnir einnig komið sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum.

Engin fyrirheit voru hins vegar gefin um hvort eða hvenær ríkin myndu byrja að draga úr raforkuframleiðslu með kolum innan eigin landamæra, en Kína og Indland eru umsvifamest í þeim málum.

Iðnríkin 20 standa samtals fyrir þremur fjórðu af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en þau leitast nú við að ná saman um að draga úr útblæstri og aðstoða fátækari ríki við að takast á við áhrif loftslagsbreytinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×