Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 22:48 Baldwin og Hutchins unnu saman að myndinni Rust. Getty Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. „Það gerast slys á kvikmyndasettum öðru hvoru en ekkert þessu líkt. Þetta er atvik sem gerist í einni af hverjum billjón (e. trillion) tökum,“ sagði Alec Baldwin við fjölmiðla dag. Að sögn The Guardian ræddi leikarinn við fjölmiðlamenn í dag í því skyni að fá þá til að láta sig og fjölskyldu sína í friði. Eiginkona hans Hilaria hafi reynt að stöðva mann sinn. „Kona lést. Hún var vinkona mín, þegar ég kom til Santa Fe til að hefja tökur bauð ég henni út að borða,“ segir hann. Þá segir Baldwin að hann hafi verið í stöðugum samskiptum við ekkil Halynu og að hann hefði miklar áhyggjur af fjölskyldu hennar. Hafi verið vel smurð vél „Við vorum mjög vel smurt kvikmyndatökulið að skjóta mynd saman þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað,“ segir Baldwin þrátt fyrir að rannsakendur hafi sagt að víða hafi pottur verið brotinn í framleiðslu myndarinnar. Ekki hefur verið útilokað að dómsmál verði höfðuð vegna dauða Halynu Hutchins. Baldwin var sagt að byssan væri „köld“ Alec Baldwin var meðal rithöfunda kvikmyndarinnar Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Við æfingar atriðis í myndinni hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
„Það gerast slys á kvikmyndasettum öðru hvoru en ekkert þessu líkt. Þetta er atvik sem gerist í einni af hverjum billjón (e. trillion) tökum,“ sagði Alec Baldwin við fjölmiðla dag. Að sögn The Guardian ræddi leikarinn við fjölmiðlamenn í dag í því skyni að fá þá til að láta sig og fjölskyldu sína í friði. Eiginkona hans Hilaria hafi reynt að stöðva mann sinn. „Kona lést. Hún var vinkona mín, þegar ég kom til Santa Fe til að hefja tökur bauð ég henni út að borða,“ segir hann. Þá segir Baldwin að hann hafi verið í stöðugum samskiptum við ekkil Halynu og að hann hefði miklar áhyggjur af fjölskyldu hennar. Hafi verið vel smurð vél „Við vorum mjög vel smurt kvikmyndatökulið að skjóta mynd saman þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað,“ segir Baldwin þrátt fyrir að rannsakendur hafi sagt að víða hafi pottur verið brotinn í framleiðslu myndarinnar. Ekki hefur verið útilokað að dómsmál verði höfðuð vegna dauða Halynu Hutchins. Baldwin var sagt að byssan væri „köld“ Alec Baldwin var meðal rithöfunda kvikmyndarinnar Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Við æfingar atriðis í myndinni hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20