Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 15:30 Fógetinn Adan Mendoza og héraðssaksóknarinn Mary Carmack-Altwies. AP/Andres Leighton Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann átti að draga byssu á loft og beina henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Fram hefur að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri óhlaðin. Hannah Gutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Adan Mendoza, fógetinn, staðfesti að þau hefðu handleikið byssurnar og sagði að Guiterrez-Reed, Halls og Baldwin væru samvinnufús. Hann sagði einnig að öryggisráðstafanir hafi ekki verið nægjanlegar á tökustaðnum. Verið var að taka upp Rust á Bonanza Creek búgarðinum í Santa Fe.AP/Jae C. Hong Telja að raunveruleg byssukúla hafi verið í byssunni Mendoza sagði einnig að blý-hlutur hefði verið fjarlægður úr öxl Souza. Hann sagði lögregluna telja að blý-hluturinn væri raunveruleg kúla sem hafði verið skotið úr byssunni. Verið væri að ganga úr skugga um að blýhluturinn hefði verið hefðbundin byssukúla en ekki einhverskonar brak sem hefði verið í hlaupinu. Hann sagði einnig að talið væri að hluturinn sem hefði verið fjarlægður úr öxl Souza hefði einnig banað Hutchins en það væri ekki staðfest að svo stöddu. Talið er að einungis eitt skot hafi verið í byssunni. Við rannsókn málsins hafa lögregluþjónar tekið um sex hundruð muni sem sönnunargögn. Þar á meðal væru þrjár byssur. Ein raunveruleg byssa sem kúlunni hefði verið skotið úr, önnur raunveruleg byssa og ein plastbyssa. Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Fundu um 500 skot Lögregluþjónar hafa einnig lagt hald á um það bil fimm hundruð byssuskot. Mendoza sagði að þar á mðeal púðurskot og hefðbundin skot. Samkvæmt öryggisviðmiðum kvikmyndaiðnaðarins vestanhafs eru hefðbundin skot alfarið bönnuð á tökustöðum. Mendoza sagði þó einnig að enn væri verið að ganga úr skugga um að um hefðbundin skot með blýkúlum væri að ræða. Hann sagði rannsókn enn standa yfir og sagði of snemmt að tala um mögulegar ákærur. Tiltölulega fáir hefðu verið á æfingunni þegar skotið hljóp af og búið væri að ræða við þau. Um það bil hundrað manns hefðu þó verið á tökustaðnum og það ætti eftir að ræða við þau öll. Fréttin hefur verið uppfærð. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann átti að draga byssu á loft og beina henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Fram hefur að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri óhlaðin. Hannah Gutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Adan Mendoza, fógetinn, staðfesti að þau hefðu handleikið byssurnar og sagði að Guiterrez-Reed, Halls og Baldwin væru samvinnufús. Hann sagði einnig að öryggisráðstafanir hafi ekki verið nægjanlegar á tökustaðnum. Verið var að taka upp Rust á Bonanza Creek búgarðinum í Santa Fe.AP/Jae C. Hong Telja að raunveruleg byssukúla hafi verið í byssunni Mendoza sagði einnig að blý-hlutur hefði verið fjarlægður úr öxl Souza. Hann sagði lögregluna telja að blý-hluturinn væri raunveruleg kúla sem hafði verið skotið úr byssunni. Verið væri að ganga úr skugga um að blýhluturinn hefði verið hefðbundin byssukúla en ekki einhverskonar brak sem hefði verið í hlaupinu. Hann sagði einnig að talið væri að hluturinn sem hefði verið fjarlægður úr öxl Souza hefði einnig banað Hutchins en það væri ekki staðfest að svo stöddu. Talið er að einungis eitt skot hafi verið í byssunni. Við rannsókn málsins hafa lögregluþjónar tekið um sex hundruð muni sem sönnunargögn. Þar á meðal væru þrjár byssur. Ein raunveruleg byssa sem kúlunni hefði verið skotið úr, önnur raunveruleg byssa og ein plastbyssa. Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Fundu um 500 skot Lögregluþjónar hafa einnig lagt hald á um það bil fimm hundruð byssuskot. Mendoza sagði að þar á mðeal púðurskot og hefðbundin skot. Samkvæmt öryggisviðmiðum kvikmyndaiðnaðarins vestanhafs eru hefðbundin skot alfarið bönnuð á tökustöðum. Mendoza sagði þó einnig að enn væri verið að ganga úr skugga um að um hefðbundin skot með blýkúlum væri að ræða. Hann sagði rannsókn enn standa yfir og sagði of snemmt að tala um mögulegar ákærur. Tiltölulega fáir hefðu verið á æfingunni þegar skotið hljóp af og búið væri að ræða við þau. Um það bil hundrað manns hefðu þó verið á tökustaðnum og það ætti eftir að ræða við þau öll. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00