Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2021 08:58 Geimfararnir fjórir. SpaceX/AP Allt leit út fyrir að geimskot SpaceX í september, þar sem fjórir geimfarar fóru hringinn í kringum jörðina í Crew Dragon geimfarinu, hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Annað kom á daginn þegar heim var komið. Gat hafði komið á pípulagnir geimklósettsins um borð. New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð. Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð.
Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“