Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 14:38 Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður. Getty Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður, að því er segir í skýrslunni, Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On. Skýrslan er kynnt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 sem hefst í Glasgow í næstu viku. Niðurstöður skýrslunnar eru að viðbætur við fyrri fyrirheit aðildarríkja feli aðeins í sér 7,5 prósenta aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valdi gróðurhúsaáhrifum miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar sé þörf á 30 prósenta niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um tveggja gráðu hlýnun jarðar og 55 prósenta niðurskurð losunar til að ná 1,5 gráðu markmiði. Engin nettó losun getur skipt sköpum Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). „Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið 2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tíðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030,“ segir á vef Sameinuðu þjóðanna. Ekki vandamál framtíðarinnar, heldur samtíðarinnar Haft er eftir Inger Andersen, forstjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara,“ er haft eftir Inger. Í lok síðasta mánaðar höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmið, en ríkin bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030. Guðmundur Ingi ræddi um loftslagsmarkmið Íslands á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þá sagði hann að besta virkjunin væri orkusparnaður. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar COP26 Tengdar fréttir Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01 Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður, að því er segir í skýrslunni, Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On. Skýrslan er kynnt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 sem hefst í Glasgow í næstu viku. Niðurstöður skýrslunnar eru að viðbætur við fyrri fyrirheit aðildarríkja feli aðeins í sér 7,5 prósenta aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valdi gróðurhúsaáhrifum miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar sé þörf á 30 prósenta niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um tveggja gráðu hlýnun jarðar og 55 prósenta niðurskurð losunar til að ná 1,5 gráðu markmiði. Engin nettó losun getur skipt sköpum Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). „Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið 2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tíðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030,“ segir á vef Sameinuðu þjóðanna. Ekki vandamál framtíðarinnar, heldur samtíðarinnar Haft er eftir Inger Andersen, forstjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara,“ er haft eftir Inger. Í lok síðasta mánaðar höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmið, en ríkin bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030. Guðmundur Ingi ræddi um loftslagsmarkmið Íslands á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þá sagði hann að besta virkjunin væri orkusparnaður.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar COP26 Tengdar fréttir Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01 Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01
Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00