Erlent

Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk hefur safnast saman á götum úti til að mótmæla valdaráninu.
Fólk hefur safnast saman á götum úti til að mótmæla valdaráninu. epa/Mohammed Abu Obaid

Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019.

Sameinuðu þjóðirnar áforma neyðarfund í Öryggisráðinu síðar í dag. 

Almenningur hefur víða hlýtt kalli lýðræðissinna í Súdan og mótmælt var á götum úti í alla nótt og hafa fregnir borist af því að herinn hafi skotið á mótmælendur. Tölur um manntjón eru þó á reiki. 

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmdi atburðina harðlega og krafðist þess að forsætisráðherra landsins, sem nú er í haldi, verði sleppt tafarlaust og landinu komið undir lýðræðisstjórn á ný. 

Bandaríkin hafa einnig ákveðið að fresta greiðslu um 700 milljóna dollara sem áttu að fara til aðstoðar í Súdan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.