Boston og NBA í bobba í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 22:13 Enes Kanter hefur birt tvö myndbönd þar sem hann fór hörðum orðum um Xi Jinping, forseta Kína. EPA/Erik S. Lesser Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda. Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag. Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag.
Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira