„Bjartsýni að halda að ég gæti spilað núna“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2021 09:31 Elín Metta Jensen raðaði inn mörkum fyrir Ísland í síðustu undankeppni en missir af að minnsta kosti þremur fyrstu leikjunum í undankeppni HM. VÍSIR/VILHELM Elín Metta Jensen hefur misst af byrjun fyrstu undankeppni íslenska landsliðsins í fótbolta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, vegna meiðsla. Hún treystir á liðsfélaga sína í kvöld og segir Ísland með sterkara lið en Tékkland. Elín Metta skoraði sex mörk í átta leikjum síðustu undankeppni sem aðalframherji Íslands, þegar liðið vann sér sæti á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar. Síðustu vikur hefur Valskonan hins vegar verið frá keppni vegna meiðsla og hún missti því af leiknum við Holland í síðasta mánuði auk þess sem hún þurfti að draga sig úr hópnum sem mætir Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld og Kýpur næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Áður hafði Elín Metta misst af leikjum Vals í Meistaradeild Evrópu í ágúst en það var af öðrum ástæðum: „Ég var meidd í kálfa í Evrópuleikjunum en gat svo spilað eitthvað eftir þá. Það var svo í leiknum við Tindastól [25. ágúst], þar sem við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn, sem að ég var eitthvað tækluð og fékk skrýtna fettu á hnéð. Ég tognaði frekar illa í hnénu og það tekur smátíma að komast út úr því,“ segir Elín Metta og bætir við: „Ég er í sjúkraþjálfun og að reyna að vinna mig upp úr þessu. Það voru vonir bundnar við að ég gæti mögulega verið með í komandi landsleikjum en það er hins vegar í takti við þann tíma sem svona meiðsli taka að ég sé ekki með núna. Það var kannski smábjartsýni að halda að ég gæti spilað núna en það var ágætt að reyna að stefna á það. Því miður tekur þetta aðeins lengri tíma.“ Elín Metta Jensen hefur komið við sögu í fjórum vináttulandsleikjum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, sem tók við landsliðinu í byrjun árs. Hér er hún í leik gegn Ítalíu ytra í apríl.Getty/Gabriele Maltinti Ekki áhyggjur af því að möguleikar á byrjunarliðssæti minnki Á meðan að nýr landsliðsþjálfari mótar sitt lið þarf Elín Metta því að fylgjast með úr fjarlægð en hún óttast ekki að það minnki möguleika hennar á byrjunarliðssæti í framtíðinni, til að mynda á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar: „Það verður bara að koma í ljós. Það er ekki beint í mínum höndum. En þegar maður er leikmaður í landsliðshóp þá hefur maður tíma til að sanna sig þegar maður mætir í hópinn. Það hafa allir það tækifæri,“ segir Elín Metta sem hefur þegar náð að spila fjóra vináttulandsleiki undir stjórn Þorsteins. „Ég hef engar áhyggjur af þessu þannig séð, að það séu einhverjir möguleikar farnir, en það er auðvitað súrt að missa af leikjum. Maður er bara með æðruleysi gagnvart því og gerir sitt besta þegar þar að kemur,“ segir Elín Metta. Elín Metta varð Íslandsmeistari með Val í ár. Hún meiddist í leik gegn Tindastóli þegar liðið tryggði sér titilinn en fékk bronsskó sem sú þriðja markahæsta í Pepsi Max-deildinni.vísir/hulda margrét Tékkar með þrusugott lið en við sterkari Hún var í liði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Tékka haustið 2018, þegar draumurinn um HM 2019 varð að engu, en þarf að treysta á hefndaraðgerðir í boði liðsfélaga sinna í kvöld: „Ég hef náttúrulega fulla trú á stelpunum. Við vitum að Tékkarnir hafa reynst okkur erfiðir og eru með þrusugott lið en ég held samt að við séum sterkari. Ég hlakka til að fylgjast með. Þegar við spiluðum á móti þeim þá fannst mér þær hafa mikið „attitjúd“. Mikinn baráttuvilja sem er líka okkar einkenni. Nú skiptir bara máli að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og vinna þær í þessum þætti,“ segir Elín Metta. Áhugi frá Frakklandi og Ítalíu en læknisfræðin gengur fyrir Elín Metta var sem fyrr í lykilhlutverki hjá Val í sumar og endaði þriðja markahæst í Pepsi Max-deildinni með 11 mörk í 16 leikjum fyrir Íslandsmeistarana. Þessi 26 ára framherji var í sigti franskra og ítalskra félaga í sumar en hefur nú í nógu að snúast á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla Íslands, og segir ekki í spilunum að hún sé á leið út í atvinnumennsku í vetur: „Það var vissulega einhver áhugi í sumar heyrði ég en svo gekk það bara ekki upp. Ég er líka í þessu námi og hef því ekki pælt mikið í þessu í haust.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Elín Metta skoraði sex mörk í átta leikjum síðustu undankeppni sem aðalframherji Íslands, þegar liðið vann sér sæti á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar. Síðustu vikur hefur Valskonan hins vegar verið frá keppni vegna meiðsla og hún missti því af leiknum við Holland í síðasta mánuði auk þess sem hún þurfti að draga sig úr hópnum sem mætir Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld og Kýpur næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Áður hafði Elín Metta misst af leikjum Vals í Meistaradeild Evrópu í ágúst en það var af öðrum ástæðum: „Ég var meidd í kálfa í Evrópuleikjunum en gat svo spilað eitthvað eftir þá. Það var svo í leiknum við Tindastól [25. ágúst], þar sem við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn, sem að ég var eitthvað tækluð og fékk skrýtna fettu á hnéð. Ég tognaði frekar illa í hnénu og það tekur smátíma að komast út úr því,“ segir Elín Metta og bætir við: „Ég er í sjúkraþjálfun og að reyna að vinna mig upp úr þessu. Það voru vonir bundnar við að ég gæti mögulega verið með í komandi landsleikjum en það er hins vegar í takti við þann tíma sem svona meiðsli taka að ég sé ekki með núna. Það var kannski smábjartsýni að halda að ég gæti spilað núna en það var ágætt að reyna að stefna á það. Því miður tekur þetta aðeins lengri tíma.“ Elín Metta Jensen hefur komið við sögu í fjórum vináttulandsleikjum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, sem tók við landsliðinu í byrjun árs. Hér er hún í leik gegn Ítalíu ytra í apríl.Getty/Gabriele Maltinti Ekki áhyggjur af því að möguleikar á byrjunarliðssæti minnki Á meðan að nýr landsliðsþjálfari mótar sitt lið þarf Elín Metta því að fylgjast með úr fjarlægð en hún óttast ekki að það minnki möguleika hennar á byrjunarliðssæti í framtíðinni, til að mynda á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar: „Það verður bara að koma í ljós. Það er ekki beint í mínum höndum. En þegar maður er leikmaður í landsliðshóp þá hefur maður tíma til að sanna sig þegar maður mætir í hópinn. Það hafa allir það tækifæri,“ segir Elín Metta sem hefur þegar náð að spila fjóra vináttulandsleiki undir stjórn Þorsteins. „Ég hef engar áhyggjur af þessu þannig séð, að það séu einhverjir möguleikar farnir, en það er auðvitað súrt að missa af leikjum. Maður er bara með æðruleysi gagnvart því og gerir sitt besta þegar þar að kemur,“ segir Elín Metta. Elín Metta varð Íslandsmeistari með Val í ár. Hún meiddist í leik gegn Tindastóli þegar liðið tryggði sér titilinn en fékk bronsskó sem sú þriðja markahæsta í Pepsi Max-deildinni.vísir/hulda margrét Tékkar með þrusugott lið en við sterkari Hún var í liði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Tékka haustið 2018, þegar draumurinn um HM 2019 varð að engu, en þarf að treysta á hefndaraðgerðir í boði liðsfélaga sinna í kvöld: „Ég hef náttúrulega fulla trú á stelpunum. Við vitum að Tékkarnir hafa reynst okkur erfiðir og eru með þrusugott lið en ég held samt að við séum sterkari. Ég hlakka til að fylgjast með. Þegar við spiluðum á móti þeim þá fannst mér þær hafa mikið „attitjúd“. Mikinn baráttuvilja sem er líka okkar einkenni. Nú skiptir bara máli að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og vinna þær í þessum þætti,“ segir Elín Metta. Áhugi frá Frakklandi og Ítalíu en læknisfræðin gengur fyrir Elín Metta var sem fyrr í lykilhlutverki hjá Val í sumar og endaði þriðja markahæst í Pepsi Max-deildinni með 11 mörk í 16 leikjum fyrir Íslandsmeistarana. Þessi 26 ára framherji var í sigti franskra og ítalskra félaga í sumar en hefur nú í nógu að snúast á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla Íslands, og segir ekki í spilunum að hún sé á leið út í atvinnumennsku í vetur: „Það var vissulega einhver áhugi í sumar heyrði ég en svo gekk það bara ekki upp. Ég er líka í þessu námi og hef því ekki pælt mikið í þessu í haust.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30
„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00
Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18