„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 09:00 Draumur Íslands um að komast á HM 2019 varð að engu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tékkland á Laugardalsvelli í lokaumferðinni. Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði metin seint í leiknum en sigurmark þurfti til og hér reynir Sandra Sigurðardóttir að hughreysta Glódísi. vísir/vilhelm „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. Glódís var í liði Íslands sem sá HM-drauminn verða að engu vegna leikja við Tékka í síðustu undankeppni heimsmeistaramótsins. Mörgum er í fersku minni seinni leikurinn þar sem vítaspyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í lokin fór í súginn en mark hefði skilað Íslandi í umspilið um sæti á HM. Ísland og Tékkland gerðu 1-1 jafntefli í báðum leikjum sínum og Glódís skoraði jöfnunarmarkið á Laugardalsvelli, í september 2018. Það dugði hins vegar ekki til þess að Ísland kæmist í umspilið en er það þannig að Glódís fái enn hroll við að hugsa til fyrri rauna gegn Tékkum? „Nei, nei. Ekki ég alla vega. Við vorum bara okkur sjálfum verstar. Við gerðum ekki jafntefli í þessum leikjum af því að þær væru svo frábærar, heldur af því að við spiluðum ekki okkar leik. Ég hef fulla trú á okkur og ef að við höldum okkar plani, og leyfum þeim ekki að komast inn í hausinn á okkur eða eitthvað slíkt, þá er þetta ekkert sem að hræðir okkur. Við höfum fulla trú á sigri,“ segir Glódís. „Ótrúlega mikilvægur leikur“ Tékkland hóf nýja undankeppni HM á afar sterku jafntefli við Evrópumeistara Hollands á útivelli í síðasta mánuði. Ísland tapaði hins vegar 2-0 fyrir Hollendingum. Það er því strax komin pressa á íslenska liðið að vinna á föstudag. Aðeins efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið sem endar í 2. sæti kemst í umspil. Glódís Perla bendir Sigríði Láru Garðarsdóttur á að sækja boltann, eftir að hafa jafnað metin gegn Tékklandi í síðustu undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að skora sigurmark úr víti í lokin en spyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrirliða var varin.vísir/vilhelm „Þetta er ótrúlega mikilvægur leikur. Við í rauninni þurfum bara að vinna rest, helst, og við vitum að Tékkar eru ásamt okkur 2.-3. besta liðið í riðlinum. Við eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim, þar sem við vorum búnar að setja okkur í ótrúlega flotta stöðu en klúðruðum þessu í rauninni á móti þeim,“ segir Glódís og vísar til þess að Ísland hafði unnið útisigur gegn Þýskalandi í sömu undankeppni og liðið gerði tvö jafntefli við Tékka. En við hvernig leik má búast á Laugardalsvelli á föstudagskvöld? „Þetta verður hörkuleikur. Þær eru með líkamlega sterka leikmenn, alveg eins og við, en líka með tæknilega góða leikmenn alveg eins og við. Þetta verður ótrúlega góður fótboltaleikur og ég vona að við séum komin á þann stað að geta staðist þeim snúninginn í líkamlegu átökunum en á sama tíma spilað okkar bolta sem við höfum verið að þróa undanfarið. Að við getum haldið í boltann og skapað okkur tækifæri,“ segir Glódís og bætir við: „Þær eru flestar að spila í sama liði heima í Tékklandi og eru því með mjög samstillt lið; vanar að spila saman og þekkja hver aðra. Þetta verður því áskorun fyrir okkur en ég veit að ef að við spilum á okkar hæsta stigi þá eigum við að geta unnið.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. 19. október 2021 11:04 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Glódís var í liði Íslands sem sá HM-drauminn verða að engu vegna leikja við Tékka í síðustu undankeppni heimsmeistaramótsins. Mörgum er í fersku minni seinni leikurinn þar sem vítaspyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í lokin fór í súginn en mark hefði skilað Íslandi í umspilið um sæti á HM. Ísland og Tékkland gerðu 1-1 jafntefli í báðum leikjum sínum og Glódís skoraði jöfnunarmarkið á Laugardalsvelli, í september 2018. Það dugði hins vegar ekki til þess að Ísland kæmist í umspilið en er það þannig að Glódís fái enn hroll við að hugsa til fyrri rauna gegn Tékkum? „Nei, nei. Ekki ég alla vega. Við vorum bara okkur sjálfum verstar. Við gerðum ekki jafntefli í þessum leikjum af því að þær væru svo frábærar, heldur af því að við spiluðum ekki okkar leik. Ég hef fulla trú á okkur og ef að við höldum okkar plani, og leyfum þeim ekki að komast inn í hausinn á okkur eða eitthvað slíkt, þá er þetta ekkert sem að hræðir okkur. Við höfum fulla trú á sigri,“ segir Glódís. „Ótrúlega mikilvægur leikur“ Tékkland hóf nýja undankeppni HM á afar sterku jafntefli við Evrópumeistara Hollands á útivelli í síðasta mánuði. Ísland tapaði hins vegar 2-0 fyrir Hollendingum. Það er því strax komin pressa á íslenska liðið að vinna á föstudag. Aðeins efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið sem endar í 2. sæti kemst í umspil. Glódís Perla bendir Sigríði Láru Garðarsdóttur á að sækja boltann, eftir að hafa jafnað metin gegn Tékklandi í síðustu undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að skora sigurmark úr víti í lokin en spyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrirliða var varin.vísir/vilhelm „Þetta er ótrúlega mikilvægur leikur. Við í rauninni þurfum bara að vinna rest, helst, og við vitum að Tékkar eru ásamt okkur 2.-3. besta liðið í riðlinum. Við eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim, þar sem við vorum búnar að setja okkur í ótrúlega flotta stöðu en klúðruðum þessu í rauninni á móti þeim,“ segir Glódís og vísar til þess að Ísland hafði unnið útisigur gegn Þýskalandi í sömu undankeppni og liðið gerði tvö jafntefli við Tékka. En við hvernig leik má búast á Laugardalsvelli á föstudagskvöld? „Þetta verður hörkuleikur. Þær eru með líkamlega sterka leikmenn, alveg eins og við, en líka með tæknilega góða leikmenn alveg eins og við. Þetta verður ótrúlega góður fótboltaleikur og ég vona að við séum komin á þann stað að geta staðist þeim snúninginn í líkamlegu átökunum en á sama tíma spilað okkar bolta sem við höfum verið að þróa undanfarið. Að við getum haldið í boltann og skapað okkur tækifæri,“ segir Glódís og bætir við: „Þær eru flestar að spila í sama liði heima í Tékklandi og eru því með mjög samstillt lið; vanar að spila saman og þekkja hver aðra. Þetta verður því áskorun fyrir okkur en ég veit að ef að við spilum á okkar hæsta stigi þá eigum við að geta unnið.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. 19. október 2021 11:04 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. 19. október 2021 11:04
Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01