„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 09:00 Draumur Íslands um að komast á HM 2019 varð að engu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tékkland á Laugardalsvelli í lokaumferðinni. Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði metin seint í leiknum en sigurmark þurfti til og hér reynir Sandra Sigurðardóttir að hughreysta Glódísi. vísir/vilhelm „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. Glódís var í liði Íslands sem sá HM-drauminn verða að engu vegna leikja við Tékka í síðustu undankeppni heimsmeistaramótsins. Mörgum er í fersku minni seinni leikurinn þar sem vítaspyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í lokin fór í súginn en mark hefði skilað Íslandi í umspilið um sæti á HM. Ísland og Tékkland gerðu 1-1 jafntefli í báðum leikjum sínum og Glódís skoraði jöfnunarmarkið á Laugardalsvelli, í september 2018. Það dugði hins vegar ekki til þess að Ísland kæmist í umspilið en er það þannig að Glódís fái enn hroll við að hugsa til fyrri rauna gegn Tékkum? „Nei, nei. Ekki ég alla vega. Við vorum bara okkur sjálfum verstar. Við gerðum ekki jafntefli í þessum leikjum af því að þær væru svo frábærar, heldur af því að við spiluðum ekki okkar leik. Ég hef fulla trú á okkur og ef að við höldum okkar plani, og leyfum þeim ekki að komast inn í hausinn á okkur eða eitthvað slíkt, þá er þetta ekkert sem að hræðir okkur. Við höfum fulla trú á sigri,“ segir Glódís. „Ótrúlega mikilvægur leikur“ Tékkland hóf nýja undankeppni HM á afar sterku jafntefli við Evrópumeistara Hollands á útivelli í síðasta mánuði. Ísland tapaði hins vegar 2-0 fyrir Hollendingum. Það er því strax komin pressa á íslenska liðið að vinna á föstudag. Aðeins efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið sem endar í 2. sæti kemst í umspil. Glódís Perla bendir Sigríði Láru Garðarsdóttur á að sækja boltann, eftir að hafa jafnað metin gegn Tékklandi í síðustu undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að skora sigurmark úr víti í lokin en spyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrirliða var varin.vísir/vilhelm „Þetta er ótrúlega mikilvægur leikur. Við í rauninni þurfum bara að vinna rest, helst, og við vitum að Tékkar eru ásamt okkur 2.-3. besta liðið í riðlinum. Við eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim, þar sem við vorum búnar að setja okkur í ótrúlega flotta stöðu en klúðruðum þessu í rauninni á móti þeim,“ segir Glódís og vísar til þess að Ísland hafði unnið útisigur gegn Þýskalandi í sömu undankeppni og liðið gerði tvö jafntefli við Tékka. En við hvernig leik má búast á Laugardalsvelli á föstudagskvöld? „Þetta verður hörkuleikur. Þær eru með líkamlega sterka leikmenn, alveg eins og við, en líka með tæknilega góða leikmenn alveg eins og við. Þetta verður ótrúlega góður fótboltaleikur og ég vona að við séum komin á þann stað að geta staðist þeim snúninginn í líkamlegu átökunum en á sama tíma spilað okkar bolta sem við höfum verið að þróa undanfarið. Að við getum haldið í boltann og skapað okkur tækifæri,“ segir Glódís og bætir við: „Þær eru flestar að spila í sama liði heima í Tékklandi og eru því með mjög samstillt lið; vanar að spila saman og þekkja hver aðra. Þetta verður því áskorun fyrir okkur en ég veit að ef að við spilum á okkar hæsta stigi þá eigum við að geta unnið.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. 19. október 2021 11:04 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Glódís var í liði Íslands sem sá HM-drauminn verða að engu vegna leikja við Tékka í síðustu undankeppni heimsmeistaramótsins. Mörgum er í fersku minni seinni leikurinn þar sem vítaspyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í lokin fór í súginn en mark hefði skilað Íslandi í umspilið um sæti á HM. Ísland og Tékkland gerðu 1-1 jafntefli í báðum leikjum sínum og Glódís skoraði jöfnunarmarkið á Laugardalsvelli, í september 2018. Það dugði hins vegar ekki til þess að Ísland kæmist í umspilið en er það þannig að Glódís fái enn hroll við að hugsa til fyrri rauna gegn Tékkum? „Nei, nei. Ekki ég alla vega. Við vorum bara okkur sjálfum verstar. Við gerðum ekki jafntefli í þessum leikjum af því að þær væru svo frábærar, heldur af því að við spiluðum ekki okkar leik. Ég hef fulla trú á okkur og ef að við höldum okkar plani, og leyfum þeim ekki að komast inn í hausinn á okkur eða eitthvað slíkt, þá er þetta ekkert sem að hræðir okkur. Við höfum fulla trú á sigri,“ segir Glódís. „Ótrúlega mikilvægur leikur“ Tékkland hóf nýja undankeppni HM á afar sterku jafntefli við Evrópumeistara Hollands á útivelli í síðasta mánuði. Ísland tapaði hins vegar 2-0 fyrir Hollendingum. Það er því strax komin pressa á íslenska liðið að vinna á föstudag. Aðeins efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið sem endar í 2. sæti kemst í umspil. Glódís Perla bendir Sigríði Láru Garðarsdóttur á að sækja boltann, eftir að hafa jafnað metin gegn Tékklandi í síðustu undankeppni. Ísland fékk tækifæri til að skora sigurmark úr víti í lokin en spyrna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrirliða var varin.vísir/vilhelm „Þetta er ótrúlega mikilvægur leikur. Við í rauninni þurfum bara að vinna rest, helst, og við vitum að Tékkar eru ásamt okkur 2.-3. besta liðið í riðlinum. Við eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim, þar sem við vorum búnar að setja okkur í ótrúlega flotta stöðu en klúðruðum þessu í rauninni á móti þeim,“ segir Glódís og vísar til þess að Ísland hafði unnið útisigur gegn Þýskalandi í sömu undankeppni og liðið gerði tvö jafntefli við Tékka. En við hvernig leik má búast á Laugardalsvelli á föstudagskvöld? „Þetta verður hörkuleikur. Þær eru með líkamlega sterka leikmenn, alveg eins og við, en líka með tæknilega góða leikmenn alveg eins og við. Þetta verður ótrúlega góður fótboltaleikur og ég vona að við séum komin á þann stað að geta staðist þeim snúninginn í líkamlegu átökunum en á sama tíma spilað okkar bolta sem við höfum verið að þróa undanfarið. Að við getum haldið í boltann og skapað okkur tækifæri,“ segir Glódís og bætir við: „Þær eru flestar að spila í sama liði heima í Tékklandi og eru því með mjög samstillt lið; vanar að spila saman og þekkja hver aðra. Þetta verður því áskorun fyrir okkur en ég veit að ef að við spilum á okkar hæsta stigi þá eigum við að geta unnið.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. 19. október 2021 11:04 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. 19. október 2021 11:04
Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01