Fótbolti

Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga

Sindri Sverrisson skrifar
Elín Metta Jensen var aðalframherji Íslands í síðustu undankeppni og skoraði nánast í hverjum leik, þar á meðal mikilvægt mark gegn Svíþjóð.
Elín Metta Jensen var aðalframherji Íslands í síðustu undankeppni og skoraði nánast í hverjum leik, þar á meðal mikilvægt mark gegn Svíþjóð. vísir/vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM.

Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í stað Elínar Mettu en Selma á að baki 14 A-landsleiki.

Elín Metta, sem var aðalframherji Íslands í síðustu undankeppni, þegar liðið tryggði sér sæti á EM í Englandi, á við meiðsli að stríða. Hún missti einnig af leiknum við Holland í síðasta mánuði og var Berglind Björg Þorvaldsdóttir þá í fremstu víglínu.

Leikur Íslands við Tékkland á Laugardalsvelli á föstudaginn er sérstaklega mikilvægur en liðin koma til með að berjast um 2. sætið ef að Evrópumeistarar Hollands vinna riðilinn. Efsta liðið kemst beint á HM en næstefsta liðið í umspil. 

Ísland mætir svo botnliði Kýpur á þriðjudaginn eftir rúma viku en um er að ræða síðustu tvo heimaleiki Íslands í ár.

Hópurinn fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur:

 • -
 • Sandra Sigurðardóttir - Valur - 37 leikir
 • Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Örebro - 3 leikir
 • Telma Ívarsdóttir - Breiðablik
 • -
 • Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 3 leikir
 • Elísa Viðarsdóttir - Valur - 40 leikir
 • Guðný Árnadóttir - AC Milan - 11 leikir
 • Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 94 leikir, 6 mörk
 • Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 38 leikir
 • Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 11 leikir
 • Sif Atladóttir - Kristianstads DFF - 82 leikir
 • Hallbera Guðný Gísladóttir - AIK - 120 leikir, 3 mörk
 • -
 • Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 93 leikir, 30 mörk
 • Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 81 leikur, 11 mörk
 • Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 15 leikir, 2 mörk
 • Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 5 leikir
 • Berglind Rós Ágústsdóttir - Örebro - 3 leikir
 • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir, 3 mörk
 • -
 • Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Hammarby - 53 leikir, 7 mörk
 • Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 38 leikir, 3 mörk
 • Sveindís Jane Jónsdóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir, 2 mörk
 • Svava Rós Guðmundsdóttir - Bordeaux - 26 leikir, 1 mark
 • Amanda Jacobsen Andradóttir - Valerenga - 1 leikur
 • Selma Sól Magnúsdóttir - Breiðablik - 14 leikir, 1 markFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.