Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 11:30 Dagný Brynjarsdóttir og Katerina Svitkova leika saman með West Ham en verða andstæðingar á föstudaginn í afar mikilvægum landsleik. Getty/Warren Little Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. Dagný og Svitková leika saman hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verða andstæðingar á föstudaginn. „Þetta verður svolítið sérstakur leikur fyrir mig því þarna verður liðsfélagi minn úr West Ham svo það verður smá einkaslagur á milli okkar. Hún [Dagný] spilar á miðjunni og vonandi ég líka svo að það væri gaman að mætast. Ég er viss um að okkar lið býr yfir betri tækni og vonandi getum við sýnt það,“ sagði Svitková við heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leikina á Laugardalsvelli þetta árið, gegn Tékkum á föstudaginn og Kýpverjum næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Sagt að taka með sér skrúfutakkaskó Hlífðardúkur hefur verið notaður til að verja völlinn en ljóst er að grasið verður ekki það besta þegar flautað verður til leiks á föstudaginn. Svitková er meðvituð um það eftir að hafa rætt við Dagnýju. „Íslenska liðið er líkamlega sterkt og leikmenn harðir af sér. Aðstæðurnar verða ekki góðar þarna. Liðsfélagi minn ráðlagði mér að taka með skrúfutakkaskó því það verður rigning, drulla og kuldi þarna. Ég veit mjög vel hvað við erum að fara út í. Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði Svitková sem var í liði Tékka sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í september 2018, í síðustu HM-undankeppni. Tékkland er með 4 stig eftir 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og 8-0 sigur á Kýpur. Ísland tapaði 2-0 gegn Hollandi á heimavelli í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Leikur Íslands og Tékklands er því afar mikilvægur fyrir bæði lið. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Dagný og Svitková leika saman hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verða andstæðingar á föstudaginn. „Þetta verður svolítið sérstakur leikur fyrir mig því þarna verður liðsfélagi minn úr West Ham svo það verður smá einkaslagur á milli okkar. Hún [Dagný] spilar á miðjunni og vonandi ég líka svo að það væri gaman að mætast. Ég er viss um að okkar lið býr yfir betri tækni og vonandi getum við sýnt það,“ sagði Svitková við heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur síðustu tvo leikina á Laugardalsvelli þetta árið, gegn Tékkum á föstudaginn og Kýpverjum næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Sagt að taka með sér skrúfutakkaskó Hlífðardúkur hefur verið notaður til að verja völlinn en ljóst er að grasið verður ekki það besta þegar flautað verður til leiks á föstudaginn. Svitková er meðvituð um það eftir að hafa rætt við Dagnýju. „Íslenska liðið er líkamlega sterkt og leikmenn harðir af sér. Aðstæðurnar verða ekki góðar þarna. Liðsfélagi minn ráðlagði mér að taka með skrúfutakkaskó því það verður rigning, drulla og kuldi þarna. Ég veit mjög vel hvað við erum að fara út í. Þetta verður ekki auðvelt,“ sagði Svitková sem var í liði Tékka sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í september 2018, í síðustu HM-undankeppni. Tékkland er með 4 stig eftir 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og 8-0 sigur á Kýpur. Ísland tapaði 2-0 gegn Hollandi á heimavelli í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Leikur Íslands og Tékklands er því afar mikilvægur fyrir bæði lið.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00
Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18
Áslaug Munda fékk höfuðhögg og er ekki búin að jafna sig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Tékklandi og Kýpur og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson útskýrði fjarveru hennar á blaðamannafundi í dag. 7. október 2021 14:47