Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 16:02 Nikolas Cruz kom fyrir dóm í dag og játaði sig sekan um að hafa myrt sautján manns í miðskóla í Parkland í Flórída. Nikolas Cruz játaði í dag fyrir dómi að hafa myrt sautján manns og sært jafnmarga í miðskóla í Parkland í Flórída árið 2018. Hann baðst um leið afsökunar á gjörðum sínum. Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16