Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 10:41 Cameron Kasky og öldungardeildarþingmaðurinn Marco Rubio í Flórída í gær. Vísir/Getty Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“