Erlent

Park­land-morðinginn mætir fyrir dóm

Þorgils Jónsson skrifar
Nikolas Cruz kemur fyrir dóm í dag og er búist við að hann lýsi sig sekan af því að myrða sautján manns í Parkland miðskólanum í Flórída árið 2018.
Nikolas Cruz kemur fyrir dóm í dag og er búist við að hann lýsi sig sekan af því að myrða sautján manns í Parkland miðskólanum í Flórída árið 2018. Mynd/AP

Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag.

Hann mætti í skólann dag einn í febrúar 2018 með hálfsjálfvirkan AR-15 riffil og myrti sautján nemendur og starfsfólk skólans og særði sautján til viðbótar.Málið vakti mikla athygli og mörg ungmennanna sem komust lífs af úr hildarleiknum stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.

Samkvæmt frétt AP er búist er við því að Cruz, sem er núna 23ja ára, lýsi yfir sekt í málinu, en það kemur ekki í veg fyrir að hann gæti verið dæmdur til dauða fyrir ódæðisverkin að kröfu ákæruvaldsins, eða í lífstíðarfangelsi. Sú ákvörðun kemur í hlut kviðdómenda.

Búist er við að verjendur muni leggja áherslu á andlegt ástand Cruz þegar hann framdi morðin, en ákærendur muni svara því með því hve vel hann skipulagði árásina.


Tengdar fréttir

Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn.

Cruz leggur spilin á borðið

Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn.

„Nú er nóg komið“

Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.