Simeone hunsaði Klopp eftir leik og strunsaði í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 09:31 Diego Simeone fagnar hér jöfnunarmarki Antoine Griezmann fyrir Atletico Madrid í gærkvöldi en Liverpool átti síðasta orðið og tryggði sér sigur í seinni hálfleik. Getty/David Ramos Peter Crouch og Joleon Lescott voru meðal þeirra sem gagnrýndu Diego Simeone fyrir framkomu sínu gagnvart Jürgen Klopp eftir tap Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Sjá meira
Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Sjá meira