Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 23:31 Donald Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna. Scott Olson/Getty Images Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. Sérstök nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í janúar og aðdraganda hennar. Meðal þess sem nefndin vill kanna eru skjöl frá forsetatíð Trumps. Trump hefur farið fram á að skjölin njóti sérstakrar forsetaverndar en ríkisstjórn Joe Biden, arftaka Trump á forsetastóli, hefur neitað að verða við þeirri bón. Í frétt CNN segir að Trump leggist gegn því að nefndin fái að skoða um fjörutíu skjöl og hefur hann stefnt nefndinni til þess að koma í veg fyrir að skjölin verði gerð aðgengileg. Búist er við að Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, sem geymir skjölin, afhendi þau í byrjun næsta mánaðar. Segir Trump að gagnabeiðni nefndarinnar sé svo víð að engin lögmætur grundvöllur sé fyrir henni. Þá sé að hans mati ljóst að lög um forsetaskjöl standist ekki stjórnarskrá séu þau túlkuð svo vítt að sitjandi forseti geti lyft forsetavernd af skjölunum örfáum mánuðum eftir að forveri hans lætir af hendi, en Trump vill meina að Biden sé að koma á sig pólitísku höggi með því að koma í veg fyrir að forsetavernd gildi um skjölin. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar á þinghúsið en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Sérstök nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í janúar og aðdraganda hennar. Meðal þess sem nefndin vill kanna eru skjöl frá forsetatíð Trumps. Trump hefur farið fram á að skjölin njóti sérstakrar forsetaverndar en ríkisstjórn Joe Biden, arftaka Trump á forsetastóli, hefur neitað að verða við þeirri bón. Í frétt CNN segir að Trump leggist gegn því að nefndin fái að skoða um fjörutíu skjöl og hefur hann stefnt nefndinni til þess að koma í veg fyrir að skjölin verði gerð aðgengileg. Búist er við að Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, sem geymir skjölin, afhendi þau í byrjun næsta mánaðar. Segir Trump að gagnabeiðni nefndarinnar sé svo víð að engin lögmætur grundvöllur sé fyrir henni. Þá sé að hans mati ljóst að lög um forsetaskjöl standist ekki stjórnarskrá séu þau túlkuð svo vítt að sitjandi forseti geti lyft forsetavernd af skjölunum örfáum mánuðum eftir að forveri hans lætir af hendi, en Trump vill meina að Biden sé að koma á sig pólitísku höggi með því að koma í veg fyrir að forsetavernd gildi um skjölin. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar á þinghúsið en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni.
Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50