Íslenski boltinn

Verða í sér­merktum hönskum í úr­slita­leiknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Árni Marinó hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom inn í lið ÍA fyrr í sumar.
Árni Marinó hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom inn í lið ÍA fyrr í sumar. Vísir/Bára Dröfn

Markverðir Víkings og ÍA verða í sérmerktum hönskum er liðin mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta klukkan 15.00 í dag.

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla fer fram í dag og reikna má með mikilli stemningu í stúkunni þar sem fjöldi miða hefur nú þegar selst. 

Íslandsmeistarar Víkings eru sigurstranglegri en Skagamenn hafa verið á góðu róli og stefna á að fullkomna frábæran endi á tímabilinu með sigri í bikarnum.

Markverðir liðanna tveggja verða í sérmerktum Rinat markmannshönskum í leik dagsins. Á öðrum þeirra mun standa „Mjólkurbikarinn Úrslit“ og hinum „ÍA – Víkingur 16. 10. 2021.“

Árni Marinó Einarsson mun að öllum líkindum standa í marki ÍA á meðan Ingvar Jónsson mun eflaust verja mark Víkinga. Á bekknum hjá ÍA verður Dino Hodzic og Þórður Ingason hjá Víkingum.

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.