Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 21:45 Þessi kennari má ganga með byssu í skólanum nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Vísir/Getty Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00