Erlent

Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur

Samúel Karl Ólason skrifar
Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hér er skjáskot úr myndbandi frá 2017.
Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hér er skjáskot úr myndbandi frá 2017.

Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum.

Bråthen er 37 ára gamall og er frá Danmörku. Hann er sagður hafa snúist til íslamstrúar og öfgahyggju og hefur hlotið nokkra dóma á undanförnum árum. Hann var síðast dæmdur í fyrra fyrir að hóta ættingja sínum lífláti.

NRK hefur eftir heimildarmanni sem þekkir Bråthen að trú hans komi árásinni ekkert við. Hann sé utangarðsmaður sem eigi við geðræn vandamál að stríða.

Fyrr í dag sagði NRK frá því að árið 2017 hefði æskuvinur Bråthen varað lögregluna við því að hann væri hættulegur. Svo virðist þó sem ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða.

Bråthen er sakaður um að hafa myrt fjórar konur og einn karlmann í bænum Kongsberg en þau voru frá fimmtugu til sjötugs. Öryggisstofnun Noregs segir útlit fyrir að um hryðjuverk sé að ræða.


Tengdar fréttir

Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk

Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn.

Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju

Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára.

Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari

Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða.

Ís­lendingur í Kongs­berg sleginn eftir árás boga­mannsins

Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.