Vilja vindorkugarða við nær alla strandlengju Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 10:39 Vindtúrbínur sem standa utan við Rhode-eyju á austurströndinni voru þær fyrstu sem voru reistar undan ströndum Bandaríkjanna. Gangi áætlun Biden verða slíkar túrbínur utan við nær alla strönd landsins á næstu áratugum. AP/Michael Dwyer Ríkisstjórn Joes Biden vill láta reisa vindorkuver við nærri alla strandlengju Bandaríkjanna á næstu árum. Stefnt er að því að vindorkuframleiðendur geti byrjað að sækja um leyfi til að reisa vindtúrbínur fyrir utan ströndina fyrir árið 2025. Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum. Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum.
Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira