Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2021 21:28 Mikill fjöldi mótmælenda gerði áhlaup á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Brent Stirton/Getty Images Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. Reuters greinir frá og segir að undanförnu hafi alríkisdómarinn Tanya Chutkan dæmt fjóra einstaklinga sem tóku þátt í áhlaupinu til þyngri refsingar en farið var fram á að hálfu ákæruvaldsins. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa gengið um þinghúsið á ólögmætan hátt og tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Viðkomandi höfðu allir játað sig seka en um minniháttar brot er að ræða. Fjölbreytt flóra mótmælenda komst inn í þinghúsið.Brent Stirton/Getty Images Þannig dæmdi Chutkan tvo frændur sem tóku þátt í áhlaupinu og tóku sjálfsmyndir af sér í 45 daga fangelsi, saksóknari hafði hins vegar bara farið fram á þrjátíu daga fangelsi. Áður hafði Chutkan dæmt annan sakborning í tveggja vikna fangelsi, þvert á tillögu saksóknara sem lagði til skilorðsbundin dóm. „Það að hafa tekið þátt í atlögu að alríkisstjórn Bandaríkjanna verður að hafa meiri afleiðingar en það að sitja heima hjá sér,“ sagði Chutkan í einum af réttarhöldunum. 650 ákærðir Alls hafa 650 verið ákærðir fyrir þátt sinn í áhlaupinu þegar stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gátu ekki sætt sig við úrslit forsetakosninganna og gerðu áhlaup á þinghúsið 6. janúar þegar þingheimur var við það að staðfesta úrslit kosninganna. Fjórir létust í áhlaupinu og fjölmargir slösuðust. Hundrað manns hafa játað sig seka og sautján af þeim hafa þegar hlotið dóm. Chutkan var skipuð í embætti alríkisdómara af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Reuters greinir frá og segir að undanförnu hafi alríkisdómarinn Tanya Chutkan dæmt fjóra einstaklinga sem tóku þátt í áhlaupinu til þyngri refsingar en farið var fram á að hálfu ákæruvaldsins. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa gengið um þinghúsið á ólögmætan hátt og tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Viðkomandi höfðu allir játað sig seka en um minniháttar brot er að ræða. Fjölbreytt flóra mótmælenda komst inn í þinghúsið.Brent Stirton/Getty Images Þannig dæmdi Chutkan tvo frændur sem tóku þátt í áhlaupinu og tóku sjálfsmyndir af sér í 45 daga fangelsi, saksóknari hafði hins vegar bara farið fram á þrjátíu daga fangelsi. Áður hafði Chutkan dæmt annan sakborning í tveggja vikna fangelsi, þvert á tillögu saksóknara sem lagði til skilorðsbundin dóm. „Það að hafa tekið þátt í atlögu að alríkisstjórn Bandaríkjanna verður að hafa meiri afleiðingar en það að sitja heima hjá sér,“ sagði Chutkan í einum af réttarhöldunum. 650 ákærðir Alls hafa 650 verið ákærðir fyrir þátt sinn í áhlaupinu þegar stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gátu ekki sætt sig við úrslit forsetakosninganna og gerðu áhlaup á þinghúsið 6. janúar þegar þingheimur var við það að staðfesta úrslit kosninganna. Fjórir létust í áhlaupinu og fjölmargir slösuðust. Hundrað manns hafa játað sig seka og sautján af þeim hafa þegar hlotið dóm. Chutkan var skipuð í embætti alríkisdómara af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45