Íslenski boltinn

Aníta og Óskar stýra Fram

Sindri Sverrisson skrifar
Óskar Smári Haraldsson og Aníta Lísa Svansdóttir stýra Fram næstu tvö árin.
Óskar Smári Haraldsson og Aníta Lísa Svansdóttir stýra Fram næstu tvö árin. Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram.

Karlalið Fram vann sér sæti í úrvalsdeild í haust eftir langa bið en kvennalið félagsins er í 2. deild og endaði þar í 4. sæti í sumar, fjórum stigum frá því að komast upp. Kvennaliðið hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1988 en Anítu og Óskari er ætlað að þoka liðinu í þá átt.

Óskar kemur til Fram úr Pepsi Max-deildinni en hann var annar tveggja þjálfara Tindastóls sem féll naumlega úr deildinni í haust eftir sína fyrstu leiktíð þar. Áður var hann aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og þjálfaði þar 2. og 3. flokk kvenna.

Aníta Lísa var síðast aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR sem vann sig upp úr næstefstu deild í sumar. Hjá KR gegndi hún einnig stöðu yfirþjálfara yngri flokka og þjálfaði 2., 3. og 4. flokk kvenna.

Segja má að Aníta skipti um starf við Christopher Harrington sem stýrði Fram í sumar en var ráðinn aðstoðarþjálfari KR í haust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.