Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa: Segir Facebook ógna lýðræðinu Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:01 Blaðakonan og nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa gagnrýnir Facebook harðlega fyrir að skaða lýðræði með því að dreifa lygum og hatri. Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“. Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim. Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“. „Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún. Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler. „Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“ Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum. Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim.
Nóbelsverðlaun Samfélagsmiðlar Filippseyjar Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03