Erlent

Nóbels­verð­launa­hafinn Maria Ressa: Segir Face­book ógna lýð­ræðinu

Þorgils Jónsson skrifar
Blaðakonan og nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa gagnrýnir Facebook harðlega fyrir að skaða lýðræði með því að dreifa lygum og hatri.
Blaðakonan og nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa gagnrýnir Facebook harðlega fyrir að skaða lýðræði með því að dreifa lygum og hatri.

Blaðakonan Maria Ressa, sem var sæmd friðarverðlaunum Nóbels í gær ásamt rússneskum kollega sínum Dmitry Muratov, sakar samfélagsmiðlarisann Facebook um að ógna lýðræði með því að „dreifa lygum, gegnsýrðum af reiði og hatri“.

Ressa, sem hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt í heimalandinu Filippseyjum, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að Facebook væri stærsti fréttamiðill heims, „en þar hallar engu að síður á staðreyndir og blaðamennsku“.

„Án staðreynda er enginn sannleikur og ekkert traust. Án þessara þátta er ekkert lýðræði,“ sagði hún.

Ressa hefur sætt miklum árásum frá stuðningsfólki Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, síðan tilkynnt var um að hún hlyti friðarverðlaunin í ár. Hún segir takmark þeirra vera að draga úr trúverðugleika hennar sjálfrar og miðli hennar Rappler.

„Þessar árásir á samfélagsmiðlum eru gerðar með beinum tilgangi, þeim er beitt eins og vopni.“

Síðustu daga og vikur hefur gustað hressilega um Facebook. Meðal annars duttu þjónustur þeirra út í marga klukkutíma og uppljóstrari sem vann áður hjá fyrirtækinu kom fyrir þingnefnd í vikunni þar sem hún sakaði stjórnendur um að láta gróða ganga fyrir samfélagslegum hagsmunum.

Talsmaður Facebook svaraði ávirðingum Ressa með því að fullyrða að fyrirtækið hafi lagt mikið upp út því að fjarlægja og draga úr sýnileika skaðlegs efnis. Þá trúi þau á og styðji við fjölmiðla um allan heim.


Tengdar fréttir

Tveir blaðamenn hljóta friðar­verð­laun Nóbels

Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.