Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 09:03 Lögreglan í Berlín hefur nú til rannsóknar tilfelli Havana-heilkennisins. Gettty/David Hutzler Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna. Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11