Rannsaka skyndilegt andlát fulltrúa í nefnd gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 14:48 Anton Poliakov í úkraínska þinginu í júlí. Hann lést skyndilega í leigubíl í Kænugarði föstudaginn 8. október 2021. Vísir/Getty Úkraínska lögreglan rannsakar nú skyndilegt andlát ungs þingmanns í leigubíl í höfuðborginni Kænugarði í dag. Þingmaðurinn átti sæti í þingnefnd gegn spillingu. Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði. Úkraína Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði.
Úkraína Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira